Pælingar Steina Pjé

17 mars, 2006

Afhending Húna ll

Sunnudaginn 26. mars nk. munu hollvinir Húna ll afhenda við hátíðlega athöfn bátinn Húna ll til Iðnaðarsafsins á Akureyri. Þetta er stærsti einstaki smíðisgripur sem verndaður hefur verið og afhentur safni til eignar. Báturinn er í mjög góðu standi með haffærisskírteini og mun verða haldið við og hægt að nota til siglinga eftir þörfum. Vonandi sjá mörg fyrirmenni sér fært að vera við athöfnina og hún verði virðuleg og við hæfi.

0 Innlegg:

Skrifa ummæli

<< Home