Pælingar Steina Pjé

07 mars, 2006

Kaldbakur

s.l. sunnudag brá ég mér ásamt nokkrum vinum á snjósleðum á Kalbak. Veður og færð var eins og best var á kosið, bjart og útsýni till allra átta. Fjörðurinn skartaði sínu fegursa og því komu upp í hugann eitt erindi úr ljóðiðinu hans Davíðs frá Fagraskógi,

Ástum og eldi skírð
óskalönd birtast mér.
Hvílíka drottins dýrð
dauðlegur maður sér!
Allt ber hér sama svip;
söm er hin gamla jörð.
Hægara skaltu skip,
skríða inn Eyjafjörð.

Nýfallinn snjór var yfiri öllu og dagurinn var ánægjulegur í alla staði.

Á mánudag fórum við síðan á Láheiði og nutum útiveru þarþ Ég hét því að koma þar aftur. við sleðamenn væntum þess að það fari að snjóa svo við komumst nokkra daga á fjöll.

0 Innlegg:

Skrifa ummæli

<< Home