Pælingar Steina Pjé

20 apríl, 2006

Gleðilegt sumar

Sumarið er komið, fögnum því. Í dag var messa í Akureyrarkirkju þar sem skátar endurnýjuðu skátaheitið. Þetta var góð stund og á eftir var súpa og brauð í skátaheimilinu.

Hér eru tvær vorvísur efir föður minn Pétur B. Jónsson.

Líður senn að sumar málum,
sjatnar fönn og lengir dag.
Glæðist von í sjúkum sálum
við sól og vor og bættan hag.

--

Fjöll og tanga sumarsól
senn að vanga lætur.
Vetur stranga úr kalakakjól
klæða langa nætur.

1 Innlegg:

At 11:24 e.h., Anonymous Nafnlaus skrifaði...

Þetta eru fallegar vísur eftir þann gamla. Þó finnst mér vísan um Glerá alltaf standa uppúr enda eina vísan sem ég kann eftir hann.
Kv. Víðir Ben.

 

Skrifa ummæli

<< Home