Pælingar Steina Pjé

14 maí, 2006

Húni II í slipp.

Nú er verið að skvera Húna II og gera hann klárann fyrir sumarið. Skrokkurinn er fallegur og þarf ekki stóra aðgerð. Síðan mun báturinn fara að sjást á ferðinni og töluvert er spurst fyrir um ferðir sumarsins. Við munum sigla á sjómannadaginn, á safnadaginn 9. júlí og fleiri daga.

1 Innlegg:

At 4:06 e.h., Anonymous Nafnlaus skrifaði...

Fyrir okkur landkrabbana og unga fólkið. Hvað er að skvera? Hvernig er það gert? Hversu oft þarf að gera það og á það eingöngu við um báta úr timbri?

 

Skrifa ummæli

<< Home