Pælingar Steina Pjé

01 júní, 2006

Tap framsóknarmanna.

Við hlutum ekki náð hjá nægilega mörgum framsóknarmönnum í kosningum til bæjarstjórnar. Það er ekki það að framsóknarmönnum hafi fækkað, þeir hafa fært sig undir önnur nöfn en eru framsóknarmenn eigi að síður. Svo gætu þetta verið skýr skilaboð til mín sem nú í fyrsta sinn fer í framboð og axla ég alla ábyrgð á þessu tapi og lofa því að gera þetta aldrei aftur. En ég verð framsóknarmaður áfram og fel mig ekki bak við önnur nöfn.

0 Innlegg:

Skrifa ummæli

<< Home